Fara í innihald

Holt (Önundarfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Holt í Önundarfirði)
Skólahús og kirkja í Holti

Holt er kirkjustaður og jörð í Önundarfirði. Brynjólfur Sveinsson biskup ólst upp í Holti en faðir hans var þar prestur. Auk kirkju og prestseturs er á jörðinni skólabygging þar sem áður var grunnskóli Mosvallahrepps en skólabyggingin er nú í eigu sjálfseignarstofnunar sem rekur þar kirkju-, félags- og menningarmiðstöð.