Fara í innihald

Hollí hú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hollí hú er útileikur fyrir hóp.

Þátttakendur raða sér upp við húsvegg og velja einn til að vera hann.

Sá sem er hann fær bolta, stillir sér upp fyrir framan hópinn og velur sér orð sem hann ætlar að segja. Hann segir hinum hvaða flokki orðið tilheyrir, t.d. hvort um er að ræða nafn á manneskju, dýraheiti, eldhúsáhald o.s.frv. Hann gefur svo upp fyrsta stafinn í orðinu og kastar boltanum til þess sem fyrstur er í röðinni. Sá giskar á orðið og kastar boltanum aftur til baka. Ef orðið er ekki rétt fær næsti tækifæri og heldur leikurinn þannig áfram. Ef enginn getur rétt er næsti stafur í orðinu gefinn upp.

Þegar einhver giskar á rétta orðið kastar sá sem er hann boltanum í húsvegginn, kallar „Hollí!“ og hleypur í burtu þar til sá sem giskaði á orðið nær boltanum og kallar „Hú!“. Þá stoppar sá sem er hann og myndar körfu með handleggjunum. Sá sem giskaði rétt má nú taka þrjú risa skref, þrjú venjuleg skref og þrjú hænuskref í átt að þeim sem er hann og reynir síðan að kasta boltanum í körfuna. Ef hann hittir fær hann að vera hann næst, hitti hann ekki fer hann aftur í röðina.[1][2]

Áhöld sem þarf til leiksins: Brennibolti eða annar bolti sem fer vel í hönd.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Elísa, Anna (9. október 2011). „Hollý Hú“. Leikir íslenskra barna. Sótt 23. maí 2024.
  2. „HOLLÍ HÚ - líka í sófanum heima“. www.mbl.is. Sótt 23. maí 2024.[óvirkur tengill]