Fara í innihald

Hokinhali

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hokinhali

Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia (Dýraríkið)
Fylking: Chordata (Seildýr)
Flokkur: Actinopterygii (Beinfiskar)
Ættbálkur: Gadiformers (þorskfiskar)
Ætt: Merlucciinae (langhalaætt)
Ættkvísl: Macruronus
Einkennistegund
Macruronus novaezelandiae

Hector, 1871

Hokinhali (fræðiheiti: Macruronus novaezelandiae) er fiskur af ættbálki þorskfiska (Gadiformers). Innan ættarinnar eru fimm ættkvísliren:Merlucciidae og er hokinhali innan ætthvíslarinnar Macruronusen:Merlucciidae en innan hennar eru fjórar tegundir: Macruronus capensis ,Macruronus maderensis, Macruronus magellanicus og Macruronus novaezelandiae. Á erlendu máli er hokinhali nefndur: blue grenadieren:Blue_grenadier, blue hake, hoki eða whiptail.

Flokkun

Merlucciidae 
 Macruronus 

Macruronus capensis

Macruronus maderensis

Macruronus magellanicus

Macruronus novaezelandiae

Lyconodes

Lyconus

Merluccius

Steindachneria

Hokinhali er með afturmjókandi bol og stirtlu sem endar í oddmjóum hala án sporðblöðku. Hausinn er stór sem og munnurinn. Hreistrið er fíngert og bak- og raufaruggar sameinast halanum. Bakið er silfurlitað með blágrænni slikju en kviðurinn er eingöngu silfurlitur, uggarnir eru dökkbláir á litinn. Hold fisksins er þétt í sér og hvítt  og í meðallagi varðandi fitu- og vatnsinnihald. Fiskurinn getur lifað í allt að 25 ár, kvenkynið vex hægar en karlinn og lifir lengur. Hokinhali getur orðið um 120 cm að lengd og um 6 kíló.

Búsvæði og fæða

[breyta | breyta frumkóða]
Nýja Sjáland

Hokinhali er djúpsjávarfiskur sem lifir í suðvestur Kyrrahafinu við suðurströnd Ástralíu og í kringum Nýja-Sjáland í tempruðu hitastigi á mill 10 – 18 °C. Hann heldur sér á landgrunnshallanum á 200 – 700 metra dýpi en ungviðið má finna inn á grunnum víkum og flóum m. a. við Tasmaníu. Hokinhali dvelur við hafsbotninn á daginn en færir sig ofar í sjóinn á nóttunni. Hann lifir á öðrum fiski, einkum laxsíldartegundum af ættbálkinum myctophiformesen:Myctophiformes en einnig á smokkfisk og krabbadýrum. 

Hokinhali verður kynþroska 4 – 7 ára. Hrygning fer fram á veturna og snemma á vorin. Hrygnan hrygnir um einni milljón eggja í hverri hrygningu. Helstu hrygningarstöðvarnar eru við vesturströnd Tasmaníu og út af Wellington í Cook sundi og á Pusegar bank við Nýja Sjálandi. Einnig er töluverð hrygning við miðja vestur og suðvesturströnd Suðureyju

Veiðar og vinnsla

[breyta | breyta frumkóða]

Hokinhali er að mestu veiddur í flottroll á veturna þegar hrygningin á sér stað  og í botntroll á öðrum tímum. Þá er hann veidur á línu og færi en í mun minna mæli þó. Umhverfisleg áhrif felast í meðafla og botnraski.

Veiðun er stjórnað á sjálfbæran hátt með kvótasetningu, fjölda skipa, svæðalokunum ásamt fjölda og gerð veiðarfæra. Þær hafa verið viðurkenndar af Marin Stewardship council sem sjálfbærar og vel stjórnað. Á fiskveiðiárinu 16/17 veiða Ástralir 8810 tonn í atvinnuskini (Australian fisheries management. e.d.)[1] Geymt 28 febrúar 2017 í Wayback Machineog Nýsjálendingar 168.144 tonn og auk þess eru 32.000 tonn fyrir frjálsar veiðar og 31.000 tonn fyrir sportveiði (NZ Fisheries InfoSite. e.d.)[2]. Fiskur gegnir mikilvægu hlutverki í útflutningi fyrir bæði löndin og flytja bæði Bandaríkin og Evrópa mikið inn af honum.

Heimildaskrá

[breyta | breyta frumkóða]

Australian fisheries management authority. (e.d.). Blue grenadier. Sótt 19. janúar 2017 af http://www.afma.gov.au/portfolio-item/blue-grenadier/ Geymt 28 febrúar 2017 í Wayback Machine

Dianne J. Bray. (2017).Macruronus novaezelandiae. Sótt 20 janúar 2017 af http://fishesofaustralia.net.au/home/species/2857

FishBase. (e.d.). Macruronus novaezelandiae,Blue grenadier. Sótt 19. janúar 2017 af http://www.fishbase.org/Summary/SpeciesSummary.php?ID=1825&AT=blue+grenadier

Forest and Bird. (e.d.). Hoki. Sótt 21. janúar 2017 af http://www.forestandbird.org.nz/what-we-do/publications/the-best-fish-guide-/fish-species-[óvirkur tengill]

Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013). Íslenskir fiskar. Reykjavík: Mál og menning.

Mark Mcgruther. (2012). Blue grenadier. Sótt 23. janúar 2017 af https://australianmuseum.net.au/blue-grenadier-macruronus-novaezelandiae-hector-1871

NZ Fisheries InfoSite. (e.d.). Hoki. Sótt 20 . janúar 2017 af

http://fs.fish.govt.nz/Page.aspx?pk=8&tk=41&stock=HOKi

United fisheries. (e.d.). Hoki (Macruronus novaezelandiae). Sótt 19. janúar 2017 af http://www.unitedfisheries.co.nz/content/hoki-macruronus-novaezelandiae-0 Geymt 9 apríl 2017 í Wayback Machine

Wikipedia (e.d.). Blue grenadier. Sótt 24. janúar 2017 af           https://en.wikipedia.org/wiki/Blue_grenadier

Wikipedia. (e.d.). Macruronus. Sótt 24. janúar 2017 af https://en.wikipedia.org/wiki/Macruronus

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]