Fara í innihald

Hoisinsósa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hoisinsósa er bragðsterk, dökk og sæt kínversk baunasósa. Hún er unnin úr gerjuðum svörtum sojabaunum, ediki, sykri, hvítlauk og kryddum. Hoisinsósa er notuð til að búa til kínverska réttinn Pekingönd. Hún er góð sem kryddlögur og gljái fyrir kjöt og fisk.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.