Hnappagat
Útlit
Hnappagat er rifa eða gat í efni sem er nógu stór til að tölur eða hnappar geta komist í gegn og þannig fest einn hluta af efni við annan. Hnappagöt voru áður gerð í höndum en nú er algengt að hnappagöt séu gerð í saumavélum. Á kvenfatnaði eru hnappar oft vistra megin en hnappagöt hægra megin á meðan hnappagöt eru vinstra megin og hnappar/tölur hægra megin á karlmannafatnaði.
Handgerð hnappagöt voru gerð með að kapmella en kapmelluspor er sérstakt saumspor sem notað er við hnappagöt.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kunnið þið að gera hnappagöt... (Húsfreyjan - 1. tölublað (01.03.1956)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hnappagat.