Fara í innihald

Hnappagat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vélsaumað hnappagat

Hnappagat er rifa eða gat í efni sem er nógu stór til að tölur eða hnappar geta komist í gegn og þannig fest einn hluta af efni við annan. Hnappagöt voru áður gerð í höndum en nú er algengt að hnappagöt séu gerð í saumavélum. Á kvenfatnaði eru hnappar oft vistra megin en hnappagöt hægra megin á meðan hnappagöt eru vinstra megin og hnappar/tölur hægra megin á karlmannafatnaði.

Handgerð hnappagöt voru gerð með að kapmella en kapmelluspor er sérstakt saumspor sem notað er við hnappagöt.