Hlutlægni
Útlit
Hlutlægni er heimspekilegt hugtak, andstætt huglægni, og felur í sér að eitthvað, sem er sagt vera hlutlægt, sé óháð skynjunum, viðhorfum og löngunum fólks.
Til dæmis veltur það ekki á skynjunum fólks, viðhorfum þeirra eða löngunum hvort Ísland er eyja. Það eru því hlutlæg sannindi að Ísland sé eyja, það eru sannindi sem gilda jafnt fyrir alla menn óháð því hvaða hugmyndir þeir gera sér um Ísland. Oft er litið svo á að fegurð og smekksatriði séu ekki hlutlæg, heldur huglæg. Þannig væru það ekki hlutlæg sannindi að málverkið Mona Lisa sé fallegt, heldur huglæg sannindi sem gilda ekki jafnt fyrir alla menn óháð viðhorfum þeirra. Heimspekingar hafa deilt um hlutlægni smekks og fegurðar.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir og ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Moser, Paul. Philosophy After Objectivity (Oxford: Oxford University Press, 1993).
- Nagel, Thomas. The View From Nowhere (Oxford: Oxford University Press, 1986).
- Rorty, Richard. Philosophy and the Mirror of Nature (Princeton: Princeton University Press, 1979).
- Rorty, Richard. Objectivity, Relativism, and Truth: Philosophical Papers, Vol. 1 (Cambridge: Cambridge University Press, 1991).