Fara í innihald

Hlaupa í skarðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlaupa í skarðið er leikur þar sem hópur krakka stendur saman í hring og leiðist. Einn þátttakandi stendur fyrir utan hringinn og slær í bakið á einhverjum í hringnum. Báðir aðilar þurfa þá að hlaupa einn hring í kringum hópinn, hvor þeirra í eina átt, og reyna að ná í skarðið sem skilið var eftir í hringnum. Sá sem nær fyrstur að komast í skarðið snýr sér þá út úr hringnum og ekki er hægt að „klukka“ hann aftur. Leikurinn heldur áfram þar til allir snúa út.[1]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Arnardóttir 1986-, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).