Hjaltamálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hjaltamálið var hneykslismál innan ríkistjórnar Íslands árið 2017 undir stjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafði verið mynduð 8 mánuðum áður sem gerir hana að skammlífustu ríkistjórn í sögu íslenska lýðveldisins. Hjaltamálið snerist um veitingu uppreist æru þeirra Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Robert Downey þann 16. september 2016 sem báðir dæmdir höfðu verið fyrir barnaníð. Dómsmál Hjalta þótti sérlega alvarlegt en hann var dæmdur sekur árið 2004 fyrir að misnota stjúpdóttur sína nánast daglega í um tólf ár. Fyrir það fékk hann fimm og hálfs árs fangelsisdóm. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktsson þáverandi forsætisráðherra, hafði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli í umsókn hans um uppreist æru. Aukið hneyksli kom á borðið þegar upp komst að embættismaður dómsmálaráðuneytisins tilkynnir Sigríði Andersen þáverandi dómsmálaráðherra að faðir Bjarna Benediktsson, Benedikt Sveinsson, hafi gefið Hjalta Sigurjóni Haukssonar meðmæli. Sigríður Á. Andersen upplýsir í kjölfar einungis Bjarna Benediktssyni um málið en ekki öðrum í ríkisstjórn. Þetta hneyksli verður til þess að Björt Framtíð slítur stjórnarsamstarfinu og þar með fellur ríkisstjórnin.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://stundin.is/grein/5444/