Hjálparspjall:Handbók

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi handbók er að mínu mati í algeru hassi, og þyrfti helst að fara bæta hana rækilega svona fyrst við erum byrjaðir að tengja í hana beint af forsíðunni, það þyrfti helst að ákveða hvað á að vera í henni, nokkrar hugmyndir:

  • Stutt yfirlit yfir hvað Wikipedia er, hvar á að byrja, um hvað skal skrifa (þetta sem er þarna núna er a.m.m allt of langt) og hvað þarf að laga (stubbar, skrifa eftirsóttar greinar o.s.f.)
  • Yfirlit yfir málskipunina sem við notum og hvernig á að nota það [[teng]]ill ten[[g]]ill o.s.f.
  • Stílviðmið (ekki reglur) okkar, hvernig á að byggja upp greinar, hvenær á að nota feitt letur, hvenær á að nota skáletur, hvað á að tengja í o.f.l.

Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. ágúst 2005 kl. 02:48 (UTC)[svara]

Einmitt spurning hvort að við eigum að vera að tengja í þetta af forsíðu á meðan þetta er svona óklárað, en ég er sammála athugasemdum Ævars, gerum eitthvað í þessu. --Bjarki Sigursveinsson 7. ágúst 2005 kl. 13:04 (UTC)[svara]
Endurskrifum þetta bara frá grunni. Ég er lengi búinn að vera að hugsa um að gera það en áður en ég byrja á því þarf ég að taka niður þvottinn, skrifa bréf eitt o.s.frv. en ég get byrjað á því seinni partinn. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 7. ágúst 2005 kl. 13:27 (UTC)[svara]
Ég mæli með að þar sem talað er um nafnavenjur verði tengill á síðu um Ritun grískra og latneskra nafna á íslensku. --Cessator 20. sep. 2005 kl. 17:18 (UTC)
Skellti einhverju inn í flýti --Heiða María 20. sep. 2005 kl. 17:26 (UTC)
Síðan að ofangreint var ritað hefur mikið gerst í handbókinni :) --Stalfur 14. des. 2005 kl. 22:04 (UTC)

Snið fyrir ritaðar heimildir[breyta frumkóða]

Það er prýðileg hugmynd að hafa snið fyrir ritaðar heimildir en mér sýnist núverandi snið ekki duga fyrir allar ritaðar heimildir enda er farið öðruvísi með greinar en bækur og það þarf að vera svigrúm til að geta þýðanda o.fl. eða að geta þess að bókin sé skráð á ritstjóra en ekki eiginlegan höfund. En auk þess eru ólíkar leiðir við framsetningu heimilda (svigar, kommur, tvípunktar o.s.frv.). Það má auðvitað fara fram á að samræmis sé gætt innan einnar og sömu heimildaskránnar. En er kannski óþarfi að þröngva einu kerfi upp á alla? --Cessator 14. des. 2005 kl. 22:01 (UTC)

Sniðin eru meir til þægindaauka en annað. Það er ekki vitlaust að setja fram dæmi um nokkrar heimildir til að hjálpa fólki að setja þær inn sjálft. Framsetning heimilda hefur verið og er enn það sem vefst hvað mest fyrir fólki í ritgerðaskrifum. --Stalfur 14. des. 2005 kl. 22:03 (UTC)
Never mind með ritstjóra-dæmið, það er auðleyst. Ég sé hins vegar ekki hvernig á að nota sniðið til að geta greina. Svo kemur ártalið ekki seinast þótt það sé haft seinast í sniðinu. Hvernig stendur á því? --Cessator 14. des. 2005 kl. 22:09 (UTC)
Búinn að laga staðsetningu ártalsins. --Cessator 14. des. 2005 kl. 23:46 (UTC)
Einu sinni lét ágætur íslenskukennari mig hafa neðangreindan lista. Hann hef ég varðveitt sem gull síðan enda virðist hann fela í sér öll möguleg tilvik.
Nafn höfundar / bókarheiti sé höfundur óþekktur.
Útgáfuár.
Greinarheiti - innan gæsalappa.
Bókarheiti eða tímaritsheiti - skáletrað (eða undirstrikað)
en númer bindis þó með venjulegu letri,
árgangur og tölublað tímarits,
blaðsíðutal greinar.
Nafn þýðanda.
Nafn útgefanda.
Nafn ritstjóra tímarits.
Útgáfa (t.d. 2. útg.).
Ritröð og númer innan hennar.
Útgáfufyrirtæki,
útgáfustaður.
Endurprenntun - innan hornklofa.
Síðan sleppir maður bara úr listanum því sem á ekki við hverju sinni. Er einhvern veginn hægt að búa til eitthvað ofursnið sem felur í sér þetta allt en sleppir þó einungis þær upplýsingar sem eru gefnar? --Bessi 14. des. 2005 kl. 22:08 (UTC)
Íslenskufræðingar og íslenskir sagnfræðingar hafa lengi deilt um framsetningu heimilda og geta ekki komið sér saman um hvernig hún á að vera. Afleiðingin er sú að það fara ekki allir eins með heimildir. Sjálfur nam ég fornfræði og lærði allt aðra framsetningu á heimildum og ég vík ógjarnan frá henni. Ég get t.d. alltaf útgáfustaðar, útgefanda og ártals síðast, í þeirri röð og innan sviga, með tvípunkti á eftir útgáfustað og kommu á eftir útgefanda. Að vísu er blaðsíðutals getið seinast þegar um greinar er að ræða. Dæmi:
  • Atli Harðarson, „Borgar sig að vera réttlátur?“ í Vafamál (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998): 27-36.
Já ég veit. En það er ljóst að annað hvort verða menn að ræða málin og koma sér saman um staðal eða bara sleppa þessu. Ef stefnan er að búa til staðal þá má t.d. benda á bókina "Handbók um ritun og frágang" sem kennd er í ófáum framhaldskólum. Rökrétt væri að taka eitthvert tillit til hennar í ljósi þess að skólafólk er hér stór notendahópur. Aftur á móti er alveg jafn "rökrétt" að sleppa bara stöðlun yfirhöfuð og menn gera hlutina eftir sínu höfði. --Bessi 14. des. 2005 kl. 22:40 (UTC)
Það er auðvitað misjafnt hvað fer í taugarnar á fólki og hvað það er tilbúið að sætta sig við. Ég er búinn að vera að fikta aðeins í þessu. Þetta er nú reyndar ekki eins og ég hef þetta þegar ég set upp heimildir sjálfur en kannski geta flestir sætt sig við þetta eins og þetta er núna. --Cessator 14. des. 2005 kl. 23:12 (UTC)
Ég var eitthvað að reyna að troða inn útgáfustað í sniðin áðan, fyrir þá sem vilja taka hann fram, en ég held að það sé einfaldast að sleppa bara útgáfustað (enda eru bækur oft prentaðar á mörgum stöðum í heiminum samtímis). --Cessator 14. des. 2005 kl. 23:46 (UTC)

Ég er að búa til einfaldar leiðbeiningar til að kenna nemendum mínum að setja inn efni á Wikipedia og aðra wikimedia vefi, gerði mistök áðan og vistaði það sem ég ætlaði að hafa sem leiðbeiningar á mínum vef ofan í Wikipedia handbókina, fann ekki út hvernig ég gæti tekið út seinustu breytingu en ég sé núna að Cessotor er búinn að þú. Bestu þakkir fyrir það, þetta var klúður hjá mér að vera að vinna svona í tveimur wikimedia á sama tíma. --Salvör Gissurardóttir 29. des. 2005 kl. 22:25 (UTC)

Ég heiti nú reyndar ekki Cessator. --Jóna Þórunn 29. des. 2005 kl. 22:31 (UTC)
Að sjálfsögðu er svo leyfilegt að nota þann texta sem til er á þessari handbók óbreyttan á hinni handbókinni, að öllu leyti eða hluta til. Texti sem skrifaður er á Wikipediu heyrir undir þannig hugverkaleyfi. --Stalfur 29. des. 2005 kl. 23:44 (UTC)

Handbókin[breyta frumkóða]

Þessi skrudda er orðin helvíti feit og lúin. Hverning væri að fara dreifa efni þess á fleirri síður sem að myndu svo lengja það og fleira. Það væri kannski ráð að hafa Handbókina með grunnupplýsingar um flest og svo með tengla eins og "Sjá frekar: eitthvað" Svona feitt rit er ógnandi nýhérum sem að myndu kannski líta á allt þetta og hugsa: "Ég get aldrei lært þetta allt." en hvað finnst ykkur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 03:46, 27 júlí 2007 (UTC)

Já, það er svo sem eithvað til í því. Ég legg til að ef við ætlum að taka handbókina alla í gegn, þá finnum við fyrst í sameiningu gott heildarskipulag hérna á spjallinu. Þú ert þegar búinn að afrita kaflann um fæðingar- og dánardag. Kannski væri gott að breyta henni í aðalgrein um persónugreinar og stytta svo persónugreinakaflann hér. Ég legg líka til að kafli 3 um tengla verði færður niður fyrir kafla 5 um nafnavenjur. Kafli 4 um stílviðmið, almennan ritstíl o.s.frv. er eðlilegra framhald af kafla 2 um hvernig á að skrifa góða grein. Mér finnst líka að undirkaflinn um íslenskun (2.1) ætti að vera í kaflanum um nafnavenjur. Og undirkaflinn um aðgreiningar í persónugreinakaflanum (4.3.3) á augljóslega frekar heima í kafla 6 um aðgreiningu. --Cessator 03:58, 27 júlí 2007 (UTC)
Skipulagið sem ég er að leggja til er svona:
1. Um hvað skal skrifa? [= núverandi kafli 1]
2. Hvernig á að skrifa góða grein [= núverandi kafli 2]
3. Stílviðmið [= núverandi kafli 4]
3.1. Almennur ritstíll [= núverandi kafli 4.1]
3.2. Inngangur [= núverandi kafli 4.2]
3.3. Persónugreinar (undirkaflana mætti jafnvel gera að efnisgreinum án kaflaskiptingar til að einfalda skipulagið) [= núverandi kafli 4.3]
3.3.1. Fæðingar- og dánardagur (í styttri útgáfu, vísað í aðalgrein um fæðingar- og dánardaga) [= núverandi kafli 4.3.1]
3.3.2. Flokkun [= núverandi kafli 4.3.2 + 4.3.1.1.]
4. Nafnavenjur [= núverandi kafli 5]
4.1. Íslenskun [= núverandi kafli 2.1]
5. Tenglar (halda undirköflum en vísa í lengri grein um tengla) [= núverandi kafli 3]
5.1. Innri tenglar [= núverandi kafli 3.1]
5.2. Ytri tenglar [= núverandi kafli 3.3]
5.3. Tenglar á önnur Wiki-verkefni [= núverandi kafli 3.2]
5.4. Tungumálatenglar [= núverandi kafli 3.4]
6. Aðgreining [= núverandi kafli 6 + 4.3.3]
7. Heimildavísun (í styttri útgáfu, undirkaflar settir í aðalgrein um heimildavísun) [= núverandi kafli 7]
8. Neðanmálsgreinar [= núverandi kafli 8]
9. Tengt efni [= núverandi kafli 9]
--Cessator 04:14, 27 júlí 2007 (UTC)
Hefur enginn skoðun á þessu? --Cessator 21:43, 30 júlí 2007 (UTC)
Ég breytti röðun kaflanna og ég held að þetta sé eðlilegri uppbygging á handbókinni núna. Ég er ekki enn búinn að stytta neina kafla. --Cessator 23:58, 30 júlí 2007 (UTC)
Ég held að það sé góð hugmynd að hafa þetta svona. --Stefán Örvarr Sigmundsson 00:07, 31 júlí 2007 (UTC)

Ónýtir tenglar[breyta frumkóða]

Er það bara internettengingin mín eða virka ismal.hi.is tenglarnir ekki?