Hjálp:Bækur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bækur eru búnar til í fjórum skrefum. Hægt er að búa til bækur á PDF sniði.

Leiðbeiningar[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta skref: Virkjaðu bókar valmyndina[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að virkja valmyndina frá „Prenta/flytja út” reitnum í hliðarstikunni á vinstri hluta síðunnar. Smelltu á „Búa til bók” tengilinn. Bókar valmyndin mun birtast efst á skjánum.

Annað skref: Safna greinum[breyta | breyta frumkóða]

Einstakar greinar[breyta | breyta frumkóða]

Með því að ýta á „Bæta þessari síðu við bókina þína” tengillinn er núverandi síðu bætt við í safnið. Til þess að bæta við annari grein, er einfandlega farið á þá síðu og smellt á „Bæta þessari síðu við bókina þína” aftur.

Önnur leið til þess að bæta síðum við er að setja músina yfir tengil á aðra grein. Eftir eina sekúndu birtist skilaboð með möguleikanum að bæta greininni við bókina þína.

Flokkar[breyta | breyta frumkóða]

Ef farið er á flokk, breytist „Bæta þessari síðu við bókina þína” tengilinn í „Bæta þessum flokki við bókina þína”. Ef smellt er á hann munu allar síður í flokknum vera bætt við í safnið.

Á sama hátt, ef músin er sett yfir tengil á flokk (þeir eru staðsettir neðst í greinum), munu skilaboð birtast með möguleikanum að bæta flokknum við bókina.

Uppástungur[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að þú hefur bætt við nokkrum greinum, getur þú smellt á „Stinga upp á síðum” og þá færðu lista af greinum sem eru tengdar valinu þínu. Þetta hjálpar þér að gera bókina tæmandi ef þú ert uppiskroppa með hugmyndir, eða villt athuga hvort þú hafir gleymt einhverju.

Skref 3: Skoða bókina[breyta | breyta frumkóða]

Þegar þú ert ánægður með bókina, smelltu á „Birta bók” til þess að fara í næsta skref. Þá getur þú bætt við titli og undirtitli við bókina. Þú getur raðað greinum með því að draga þær til.

Skref 4: Hlaða niður[breyta | breyta frumkóða]

Bæði er hægt að hlaða bókinni niður. Þú getur hlaðið bókinni niður á PDF, skráarsniði. Það er gert með því að nota flettilistann og smella svo á „Sækja” hnappinn.