Fara í innihald

Hermaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hermaður er maður sem hefur hlotið þjálfun í vopnaburði og hermennsku og gegnir herþjónustu hjá her. Hermenn undir vopnum klæðast einkennisbúningi og lúta heraga. Ef hermaður brýtur af sér meðan hann gegnir herþjónustu er hann dæmdur af herdómstól. Hermaður í herþjónustu, sem deyr í vopnuðum átökum á vígvelli, er sagður hafa fallið. Skæruliðar eru bardagamenn utan viðurkenndra herja og eiga í vopnuðum átökum við her eða aðra skæruliðahópa. Stríðsmaður er heiti yfir bardagamann ættbálks, t.d. indiána eða zulumanna.

Stríðsfangar njóta verndar genfarsáttmála. Málaliðar, þ.e. hermenn sem taka þátt í hernaði gegn greiðslu, sem teknir eru til fanga á vígvelli teljast ekki stríðsfangar og njóta því ekki verndar genfarsáttmála. Bandaríski herinn telur liðsmenn Al-Kaída ekki skæruliða heldur hryðjuverkamenn og fangar úr þeirra röðum teljast „ólöglegir bardagamenn“ sem njóta ekki verndar genfarsáttmála.

Dæmi eru um að hermenn og skæruliðar herji gegn sameiginlegum óvini eins og í Víetamstríðinu. Hermaður, sem hefur hætt hermensku kallast uppgjafahermaður.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.