Hendi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðalhöndin (sem heldur á verkfærið) og stuðningshöndin

Hendi[1] á við hneigð einstaklings til að nota aðra höndina meira en hina. Langflestir, eða um 70–90% allra manna, eru rétthentir, það er að segja að þeir noti hægri höndina meira en þá vinstri. Svo eru um það bil 10% manna örvhentir, eða nota vinstri höndina meira en þá hægri.[2]

Um það bil 30% manna hafa blandaða hendi, það er að þeir nota aðra höndina helst fyrir sumar aðgerðir og hina höndina fyrir aðrar. Sjaldgæfasta tilbrigðið er jafnhendi, en jafnhentur einstaklingur getur notað báðar hendur jafn vel. Hægt er að læra jafnhendi, en oftast hafa jafnhentir enn þá tilhneigingu til að nota aðalhöndina.

Til eru nokkrar kenningar um þróun hendi í manneskjum. Hendi getur verið arfgeng, til dæmis eru líkurnar á því að barn verði örvhent um 26% ef báðir foreldrar þess eru sjálfir örvhentir.

Enda flest verkfæri og aðferðir eru hönnuð fyrir rétthenda geta örvhentir lent í erfiðleikum í daglegu lífi, án þess að mörgum rétthendum geri ráð fyrir því. Sem dæmi má nefna skæri, sem þarf að sérhanna fyrir hvorja höndina, og lindarpenna, sem erfitt er að nota með vinstri höndinni án þess að strjúka við blauta blekið sem þeir skilja eftir sér.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var útgáfu Wikipedia. Sótt 23. september 2015.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Orðabanki íslenskrar málstöðvar — „hendi". Sótt 23. september 2015.
  2. „Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?“. Vísindavefurinn. Sótt 23. september 2015.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.