Hektor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um hetjuna í Hómerskviðum. Um aðra notkun orðsins, sjá aðgreiningarsíðuna.
Hektor færður aftur til Tróju. Lágmynd á rómverskri gröf frá því um 180–200.

Hektor (Ἕκτωρ, sá sem heldur) er í grískri goðafræði prins í Tróju og helsta hetja og leiðtogi Trójumanna í Trójustríðinu. Hann er sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og afkomandi Dardanosar, konungs á Idafjalli, og Tróss, stofnanda Trójuborgar.