Heiðabær
Útlit
Heiðabær (eða Heiðabýr (eins og hann er nefndur í Heimskringlu) (da. Hedeby, þýs. Haithabu)) er forn bær syðst á Jótlandsskaga, nánar tiltekið í Slésvík-Holstein, Þýskalandi. Heiðabær var einn fyrsti bær Danmerkur og á víkingaöld, og var frá 8. öld til 11.aldar lífleg verslunarmiðstöð. Hans er víða getið í Heimskringlu. Hann er einnig einn af mörgum viðkomustöðum sem fram koma í Leiðarvísi Nikulásar ábóta á Munkaþverá.