Heimska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimska er skortur á þekkingu, vitsmunum, skilningsgáfu, rökviti eða ályktunarhæfileikum. Íslenska orðið heimska er skylt orðinu heima og felur í sér að vera ósigldur, hafa ekki farið að heiman, samanber orðatiltækið: Heimskur er heimaalinn hundur. Í mörgum indóevrópskum tungumálum er sambærilegt orð dregið af latnesku sögninni stupere sem höfð er um sljóleika eða deyfð. Ekki ríkir einhugur um hvort heimska sé þrálátt ástand eða hvort megi laga hana með menntun.

Desiderius Erasmus skrifaði bókina Lof heimskunnar á sextándu öld en í verkinu fær heimskan mál og tiltekur ýmislegt sér til ágætis.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sálfræðigrein sem tengist félagsfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.