Heimsendaspá
Útlit
Heimsendaspá er spá eða kenning um endalok jarðarinnar eða alheimsins.[1] Í gegnum aldirnar hafa komið fram margvíslegar heimsendaspár sem hafa sem betur fer aldrei ræst. Í flestum tilvikum eru þessar spár byggðar á þjóðtrú eða trúarlegum hugmyndum fólks.[heimild vantar] Frægt dæmi var þegar spáð var heimsendi 21. desember 2012 en tímatal Maya náði ekki lengra en að þeim degi.[2] Þá kom Bandaríski trúarofstækismaðurinn Harold Camping fram með heimsendaspár nokkrum sinnum yfir ævina sem byggðu allar á sandi.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Heimsendaspá - Íslensk nútímamálsorðabók“ (enska). Árnastofnun. Sótt 15. október 2024. „Spádómur um endalok heimsins.“
- ↑ „Spáðu ekki heimsendi 21. desember“. Morgunblaðið. 22. nóvember 2012. Sótt 15. október 2024.
- ↑ „„Mjög erfið helgi" hjá Camping“. Morgunblaðið. 23. maí 2011. Sótt 14. október 2024.