Fara í innihald

Heimsendaspá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsendaspá er spá eða kenning um endalok jarðarinnar eða alheimsins.[1] Í gegnum aldirnar hafa komið fram margvíslegar heimsendaspár sem hafa sem betur fer aldrei ræst. Í flestum tilvikum eru þessar spár byggðar á þjóðtrú eða trúarlegum hugmyndum fólks.[heimild vantar] Frægt dæmi var þegar spáð var heimsendi 21. desember 2012 en tímatal Maya náði ekki lengra en að þeim degi.[2] Þá kom Bandaríski trúarofstækismaðurinn Harold Camping fram með heimsendaspár nokkrum sinnum yfir ævina sem byggðu allar á sandi.[3]

  1. „Heimsendaspá - Íslensk nútímamálsorðabók“ (enska). Árnastofnun. Sótt 15. október 2024. „Spádómur um endalok heimsins.
  2. „Spáðu ekki heimsendi 21. desember“. Morgunblaðið. 22. nóvember 2012. Sótt 15. október 2024.
  3. „„Mjög erfið helgi" hjá Camping“. Morgunblaðið. 23. maí 2011. Sótt 14. október 2024.