Fara í innihald

Heimild

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimild er texti af einhverju tagi (getur líka verið munnleg heimild, mynd, tónlist eða annars konar efni) sem gefur upplýsingar um tiltekið rannsóknarefni. Dæmi um heimildir eru skjöl, bréf, handrit og viðtöl. Að geta heimilda er krafa sem gerð er til ýmissa tegunda rita, eins og vísindarita og skólaritgerða, lögfræðirita og (stundum) blaðagreina.

Í fræðilegum skrifum er mikilvægt að greina á milli frumheimilda og eftirheimilda. Gildi heimildar fyrir tiltekið rannsóknarefni er metið með skipulegri heimildarýni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.