Fara í innihald

Heilsuverndarstöðin ehf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heilsuverndarstöðin ehf er einkarekin heilbrigðisþjónusta í Reykjavík. Uppruni fyrirtækisins er frá fyrirtækinu InPro sem keypti árið 2005 fyrirtækið Heilsuvernd. Í júní 2006 sameinuðust fyrirtækin Inpro og Liðsinni ehf en það fyrirtæki rak einkarekna umönnunar- og hjúkrunarþjónustu og upplýsingavef um heilbrigðismál doktor.is. InPro sameinaðist fyrirtækinu MEDICA árið 2007 og flutti í hús gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík við Barónstíg og var nafni fyrirtækisins þá breytt í Heilsuverndarstöðin ehf.