Fara í innihald

Hatsepsút

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hatsepsut)
Hatsepsút

Hatsepsút (hætˈʃɛpsʊt;[1]; nafnið merkir Fremst aðalskvenna;[2] 1507 f.Kr.1458 f.Kr.) var fimmti faraó átjándu konungsættar Egyptalands. Hún er önnur konan sem vitað er til að hafi gegnt embætti faraós, á eftir Sobekneferu.[3] Hugsanlegt er að ýmsar aðrar konur hafi einnig ríkt sem faraóar eða ríkisstjórar á undan Hatsepsút, jafnvel um 1600 árum áður. Hatsepsút varð faraó Egyptalands árið 1478 f.Kr. Opinberlega réð hún ásamt Tútmósis 3. sem hafði verið krýndur faraó árið áður, þá tveggja ára gamall. Hatsepsút var aðaleiginkona Tútmósis 2., föður Tútmósiss 3. Hún er oft talin meðal bestu faraóa Egyptalands og ríkti lengur en nokkur önnur innfædd kona. Samkvæmt Egyptalandsfræðingnum James Henry Breasted er hún „fyrsta stórkvendi heimssögunnar sem við höfum upplýsingar um.“[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hatshepsut“. Dictionary.com. Sótt 27. júlí 2007.
  2. Clayton, Peter (1994). Chronicle of the Pharaohs. Thames & Hudson. bls. 104.
  3. Wilkinson, Toby. The Rise and Fall of Ancient Egypt (2010). London. Bloomsbury. Bls. 181, 230
  4. QUEEN HATSHEPSUT (1500 B.C.) Geymt 21 febrúar 2017 í Wayback Machine, nbufront.org