Harmonium
Útlit
Harmonium er hljóðfæri sem algengt var í byrjun 20. aldar. Tónvaki þessa hljóðfæris er tónfjöður en það er ílöng koparþynna fest ofan á þykkan koparbakka. Úr þeim bakka er skorið op fyrir tónfjöður sem þá getur sveiflast fram og aftur fyrir loftstraumi. Loftstraumur kemur úr stórum safnbelg sem knúinn er með fótstigum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Harmonium.