Fara í innihald

Harmonium

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harmonium frá fyrirtækinu John Church and Co

Harmonium er hljóðfæri sem algengt var í byrjun 20. aldar. Tónvaki þessa hljóðfæris er tónfjöður en það er ílöng koparþynna fest ofan á þykkan koparbakka. Úr þeim bakka er skorið op fyrir tónfjöður sem þá getur sveiflast fram og aftur fyrir loftstraumi. Loftstraumur kemur úr stórum safnbelg sem knúinn er með fótstigum.