Hanna Dóra Hólm Másdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hanna Dóra Hólm Másdóttir (f. 23. maí 1977) er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er sérfræðingur á sviði stefnumótunar og nýsköpunar í Innviðaráðuneytinu[1] og hefur starfað í Stjórnarráðinu frá árinu 2006. Hún sat í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins frá árinu 2010 og var formaður stjórnar á árunum 2011-2015[2]. Hanna Dóra hefur tekið þátt í opinberu alþjóðasamstarfi um árabil og verið þar fulltrúi Íslands og stjórnarmaður Íslands s.s. í Norrænu ráðherranefndinni[3], í Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins og Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins[4], í stjórnardeild Evrópska þróunarbankans (EBRD)[5] og byggðaþróunarnefnd og stjórnardeild innan OECD[6]. ásamt því að hafa setið í fjölmörgum vinnuhópum í alþjóðasamstarfi.

Störf innan mismunandi ráðuneyta:

  • Innviðaráðuneyti 2022-
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 2017-2022
  • Innanríkisráðuneyti 2017-2017
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti 2012-2017
  • Iðnaðarráðuneyti 2006-2012
  • Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti 2006-2006


[2]

  1. „Starfsfólk“. www.stjornarradid.is. Sótt 7. júní 2023.
  2. 2,0 2,1 „Stjórn FHSS – Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins“. Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnaráðsins. Sótt 7. júní 2023.
  3. „Startside | Norrænt samstarf“. www.norden.org. Sótt 7. júní 2023.
  4. „Language selection | European Union“. european-union.europa.eu (enska). Sótt 7. júní 2023.
  5. „European Bank for Reconstruction and Development (EBRD)“. www.ebrd.com (enska). Sótt 7. júní 2023.
  6. https://www.oecd.org/