Hand-, fót- og munnsjúkdómur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmigerð útbrot í kringum munnvik á 11 mánaða barni.
Einkenni hand-, fót- og munnsjúkdóms

Hand-, fót- og munnsjúkdómur er algengur sjúkdómur í ungum börnum en fullorðnir geta einnig smitast. Sjúkdómurinn stafar af ýmsum veirum og oftast af veirunni Coxackieveiru A16. Algengt er að sjúkdómurinn valdi litlum faröldrum, sérstaklega á haustin. Sjúkdómurinn er mildur og nánast allir jafna sig á 7-10 dögum. Sjúkdómurinn getur valdið heilahimnubólgu en það er mjög sjaldgæft. Sjúkdómurinn byrjar vanalega með sótthita og slappleika. Einum til tveimur dögum seinna byrja að myndast sár í munni. Húðútbrot myndast á 1-2 dögum oftast í lófum og á iljum. Útbrot geta einnig komið á rasskinnar. Sumir fá eingöngu útbrot í munni eða einungis húðútbrot.[1]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hand-, fót- og munnsjúkdómur (Embætti landlæknis)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. október 2020. Sótt 20. maí 2020.
  2. „Hand-, fót- og munnsjúkdómur gerir vart við sig hjá börnum“. www.mbl.is. Sótt 3. júní 2020.