Hanabi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hanabi er borðspil sem byggir á samvinnu spilara. Spilarar snúa spilum öfugt og geta ekki séð eigin spil, aðeins spil hinna. Markmið í spilinu er að byggja upp flugeldasýningu og tákna spilin fimm mismunandi flugeldategundir eftir lit (hvítt, blátt, gult,grænt og rautt) og fjölda flugelda frá einum upp í fimm. Spilið fer þannig fram að fyrst eru gefin spil og fær hver spilari fimm spil (ef 4-5 spila saman) og byrjar sá spilari sem er í litskrúðugustum fötum. Spilari hefur þrjá kosti, hann getur sett út spil, hent spili eða gefið öðrum spilara vísbendingar. Vísbendingar geta verið annað hvort um lit eða númer spila.

Nafn leiksins er úr japönsku og þýðir flugeldur og er skrifað með tveim táknum 花火 en það eru tákn fyrir blóm og eld.

  Þessi VILLA, stubbur ekki tilgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.