Fara í innihald

Hamarhákarlar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hamarhákarl)
Hamarhákarlar
Hamarhákarl
Hamarhákarl
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Undirflokkur: Fasttálknar (Elasmobranchii)
Ættbálkur: Carcharhiniformes
Ætt: Sphyrnidae

Ættkvíslir

Hamarhákarlar (fræðiheiti: Sphyra) er hópur hákarla tegunda sem sem draga nafn sitt af lögun höfuðs þeirra sem minnir nokkuð á hamarhaus. Hamarhákarlar tilheyra ættinni Sphyrnidae. Af þeim eru 10 tegundir og 9 þeirra tilheyra ættkvíslinni Sphyrna en vænghöfðahákarlin tilheirir einn ættkvíslinni Eusphyra.

Langflestir þeirra lifa í hitabeltissjó meðfram stöndum. Þeir synda yfirleitt hópum á daginn en veiða á nóttinni og þá oftast einir á ferð. Þá er að finna nánast um allan heim en eru þó algengastir við Malpelo-eyjur í Kólumbíu, Cocos-eyjur á Costa Rica og við Molokai-eyju á Hawaii.

Hamarhákarlar eru mjög stórir hákarlar og geta orðið allt að 6 metrar að lengd og vegið 450 kíló. Þeir eru grábrúnir eða ólífugrænir á litinn á toppnum en hvítir á maganum. Hamarhákarlar er með þríhyrningslaga og mjög beittar tennur og sömuleiðis ugginn á þeim.

Lifnaðarhættir og fæða

[breyta | breyta frumkóða]

Höfuðlag hákarlsins gerir honum kleift að finna bráð sína miklu fyrr en aðrir hákarlar. Það er vegna þess að bilið á milli augnanna hans er svo mikið að þeir geta skimað miklu stærra svæði í einu heldur en nokkur aðrar hákarlategundir. Auk þess að vera með mjög góða sjón hafa þeir ótal skynfæri í hausnum sem einnig hjálpar þeim að finna bráð en þessi skynfæri skynja hreyfingar dýra sem ekki eru í sjónmáli þeirra og svo er lyktaskynið þeirra mjög gott.

Þeir lifa á ýmissi fæðu, þar á meðal litlum fiskum, skötum, litlum hákörlum og smokkfiskum. Þegar þessi fæða er hins vegar af skornum skammti borða þeir hver annan en það gerist aðeins ef engin önnur úrræði eru.

Kvenkyns hamarhákarlar geta geymt sæði frá karlkyninu í sér svo mánuðum skiptir og jafnvel árum. Það er þó ekki nauðsynlegt fyrir kvendýrið að fá sæði í sig til að fjölga sér vegna þess að æxlun getur átt sér stað í egginu án frjóvgunar. Gallinn er hins vegar sá að þegar þetta gerist þá verður erfðaefni afkvæmisins mun lélegra og verða þau miklu næmari fyrir sjúkdómum. Það er því ekki nema í neyð sem kvenkyns hákarlinn fjölgar sér á þennan hátt. Meðgöngu tími tegundarinnar eru sjö mánuðir og geta afkvæmin verið allt að 60 talsins.