Fara í innihald

Hagkvæmnishjónaband

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hagkvæmnihjónabönd)

Hagkvæmnishjónaband kallast það þegar fólk gengur í hjónaband, ekki vegna þess að það hafi orðið ástfangið hvort af öðru, heldur til að uppfylla einhverjar fjárhagslegar eða félagslegar þarfir.

Stundum er talað um hagkvæmnishjónaband þegar ættin eða foreldrar velja börnum sínum maka en einnig kann fólk að kjósa sjálft að ganga í hjónaband þótt ást sé ekki til staðar vegna einhvers ávinnings eða af því að það hentar því af einhverjum ástæðum betur en einlífi. Stundum er tilgangur hagkvæmnishjónabands sá að öðlast einhver tiltekin réttindi og er hjónabandið þá oft aðeins málamyndagerningur, svo sem þegar fólk giftist til að eiga aukna möguleika á dvalarleyfi eða hæli í heimalandi makans. Annað dæmi um slíkt eru „sparimerkjagiftingar“ sem nokkuð var um á Íslandi fyrr á árum.