Húsfreyjan (tímarit)
Útlit
Ritstjóri | Sigríður Ingvarsdóttir (2023) |
---|---|
Útgáfutíðni | 4 sinnum á ári |
Stofnandi | Kvenfélagasamband Íslands |
Stofnár | 1949 |
Útgefandi | Kvenfélagasamband Íslands |
Húsfreyjan er tímarit sem er gefið út af Kvenfélagasambandi Íslands. Fyrsta tölublaðið kom út árið 1949 og hefur tímaritið komið út óslitið síðan.
Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári og er einkum selt í áskrift en einnig í lausasölu í bókaverslunum. Frá haustinu 2022 er einnig í boði rafræn áskrift. Í blaðinu eru m.a. viðtöl þar sem rætt er við einhverjar þeirra íslensku kvenna sem hafa skipt sköpum í íslensku samfélagi á einn eða annan hátt og birtar eru fréttir af starfi íslenskra kvenfélaga. Þá eru í blaðinu mataruppskriftir og fjölbreyttur handavinnuþáttur. Ýmis konar fræðslupistlar um heilsu og lífstíl, góð ráð og krossgáta, svo nokkuð sé nefnt.
Leiðbeiningarstöð heimilanna er með fastan pistil blaðinu.