Húsfreyjan (tímarit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Húsfreyjan
RitstjóriKristín Linda Jónsdóttir (2019)
Útgáfutíðni4 sinnum á ári
Stofnár1949
ÚtgefandiKvenfélagasamband Íslands

Tímariðið Húsfreyjan er gefið út af Kvenfélagasambandi Íslands. Fyrsta blaðið kom út árið 1949 og hefur blaðið komið út óslitið síðan.

Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári og er einkum selt í áskrift en einnig í lausasölu í bókaverslunum. Í blaðinu eru m.a. viðtöl þar sem rætt er við einhverjar þeirra íslensku kvenna sem hafa skipt sköpum í íslensku samfélagi á einn eða annan hátt og birtar eru fréttir af starfi íslenskra kvenfélaga. Þá eru í blaðinu mataruppskriftir og fjölbreyttur handavinnuþáttur. Ýmiskonar fræðslupistlar um heilsu og lífsstíl, góð ráð og krossgáta, svo nokkuð sé nefnt.

Leiðbeiningarstöð heimilanna er með fastan pistil blaðinu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]