Úmbertó 2.
Útlit
(Endurbeint frá Húmbert 2. Ítalíukonungur)
Úmbertó 2. Ítalíukonungur (f. 15. september 1904 – 18. mars 1983) var síðasti konungur Ítalíu. Hann var sonur Viktors Emmanúels 3. Ítalíukonungs og konu hans, Elenu drottningar.
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Þann 8. janúar 1930 giftist Úmberto Maríu-José Belgíuprinsessu en hún var dóttir Alberts I Belgíukonungs. Þeim varð fjögurra barna auðið.
- Maria Pia Elena Elisabetta Margherita Milena Mafalda Ludovica Telca Gennera (f. 1934)
- Vittorio Emanuele Alberto Carlo Teodoro Umberto Bonifacio Amedeo Damiano Bernardino Gennaro Maria (f. 1937)
- Maria Gabriella Giuseppa Aldegonda Adelaide Daisy Ludovica Felicita Gennara (f. 1940)
- Maria Beatrice Elena Margherita Ludovica Caterina Ramona (f. 1943)
Hjónaband Úmbertós og Mariu José var ekki hamingjusamt en hjónaband þeirra var skipulagt af foreldrum beggja. Þau skildu í útlegðinni.
Hann var oft kallaður maíkonungurinn því hann ríkti einungis í rúman mánuð, eða frá 9. maí 1946 til 12. júní sama ár.