Húmanísk meðferð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Húmanískar meðferðir Húmanískar kenningar hafa verið kallaðar þriðja aflið í sálfræðinni vegna þess að þær komu fram sem andsvar við bæði atferlishyggjunni og sálaraflshyggjunni. Húmanískir sálfræðingar töldu atferlissinna leggja ofuráherslu á það mælanlega, hegðun, og fórna þannig því sem helst einkenndi manninn, tilfinningar hans og hugsanir. Þrátt fyrir að eiga margt sameiginlegt með sálaraflssinum samþykktu húmanískir sálfræðingar ekki skoðanir þeirra. Þeir töldu sálaraflsfræði of determiniska, þ.e. að duldar hvatir mannsins höfðu of mikil áhrif á hegðun hans. Ólíkt sálaraflssinnum einbeita húmanískir sálfræðingar sér einnig að núverandi ómeðvituðu tilfinningum og leggja áherslu á að einstaklingurinn axli þá ábyrgð sem felist í því að þroskast sem mannseskja. Húmanískir sálfræðingar telja alla menn reyna að öðlast self-actualization, þ.e. að ná því að vera allt sem þeir geta orðið. Þeir leggja áherslu á að maðurinn þroski ást sína, sjálfsmynd og möguleika til fullnustu. Maðurinn sé heild og hann verði að umgangast sem heild. Húmanískar meðferðir eru client-centered. Ein af máttarstoðum meðferðarinnar er að maðurinn reyni að þroskast á öllum þeim sviðum sem hann getur. Meðferðin gengur út frá því að maðurinn sé góður og að annað sé tilkomið vegna þess að hann hefur orðið fyrir hindrunum á leið sinni að self-actualization, og því sé hann ekki í sambandi við eigin tilfinningar. Carl Rogers, einn helsti forvígismaður húmanískrar meðferðar, lagði mikla áherslu á að meðferðaraðilinn hlustaði á það sem einstaklingurinn segði, viðurkenndi skoðanir og vandamál einstaklingsins og sýndi samhygð (empathy). Meðferðaraðilinn hjálpar þannig sjúklingnum til að hjálpa sér sjálfum. Í Gestalt meðferð, sem stundum er talin til húmanískrar meðferðar, er lögð áhersla á að einstaklingurinn samþykki eigin ábyrgð á tilfinningum sínum. Fjölskyldumeðferð, sem byggir á svipuðum forsendum leggur áherslu á að fjölskyldan sé samverkandi heild þar sem allir einstaklingar hennar beri ábyrgð á að leysa úr vandamáli sjúklingsins.