Fara í innihald

Höskuldur og Þér

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höskuldur og Þér (eða Askold og Dir) voru væringjar sem höfðu ríki í Kænugarði (Kiev). Helgi jarl af Kænugarði (Oleg jarl af Kænugarði), sem var eftirmaður Hræreks í Hólmgarði, herjaði í suðurveg og feldi þá Höskuld og Þé frá ríkjum og sameinaði löndin í eina ríkisheild með höfuðaðsetri í Kænugarði og var hið sameinaða ríki nefnt Garðaríki. Varð Helgi þá jarlinn af Kænugarði samkvæmt Nestorkróníku sem er frásögn munksins Nestors frá Hellisklaustri í Kænugarði í upphafi 12. aldar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.