Höfðaletur
Útlit
Höfðaletur er eitt hið sérkennilegasta fyrirbrigði í skrautlist Íslendinga á síðari öldum, og má heita fastur liður í íslenskri skurðlist. Það er talið hafa verið unnið eftir gotnesku letri (textura) og er ávallt skorið í yfirborð þannig að það sé upphleypt.
Flestir stafirnir eiga sér fleiri en eina mynd og eru þeir auðkenndir á því sem talið er gefa letrinu nafn sitt en leggir stafanna hafa allir höfuð sem er markað frá með skurði, yfirleitt einfallt og skáhallandi en stundum tvöfallt. Annars eru til margar tilgátur um hvaðan stafagerðin hlýtur nafn sitt en engar staðfestar heimildir eru fyrir því.
Nútímanotkun
[breyta | breyta frumkóða]Sumir íslenskir leturhönnuðir hafa gert tilraunir með Höfðaletur og má þar nefna Gunnlaug Briem og Hörð Lárusson
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 15. árgangur 1900
- Gauntlet eftir Gunnlaug Briem
- Prjónastokkur með höfðaletri, talinn skorinn út af Bólu-Hjálmari 1843
- Höfðaleturstafróf (teikning frá 1916)
- Rúmfjöl frá 1682 með höfðaletri
- Rúmfjöl frá 1858 með útskorinni áletrun á höfðaletri
- „Hvers konar letur er höfðaletur* Hvað Má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina*“. Vísindavefurinn.