Hérasótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hérasótt (fræðiheiti: Tularemia) er alvarlegur smitsjúkdómur sem stafar af bakteríunni Francisella tularensis. Hérasótt getur smitast á milli dýra (lítilla nagdýra) og manna. Smitleiðir geta verið skordýrabit eða innöndun eða snerting við smitefni. Talin er hætta á að þessari bakteríu sé beitt í sýklahernaði. Meðgöngutími er 2-14 dagar.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.