Héðinn Svarfdal Björnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Héðinn Svarfdal Björnsson (f. 1974) er verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis (áður hjá Lýðheilsustöð). Þar hefur hann m.a. umsjón með verkefninu 'Heilsueflandi framhaldsskólar'.

Héðinn Svarfdal Björnsson fæddist á Akureyri en hefur dvalið í Bandaríkjunum í fjórtán ár, Englandi í fimm ár og Kína í tæp tvö ár. Jafnframt hefur hann unnið í Svíþjóð og Þýskalandi til skemmri tíma. Hann er menntaður á félagsvísindasviði (sálfræði og félagssálfræði) og starfar nú sem verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, ásamt því að vera stjórnarformaður Léraðs ehf., fararstjóri (Kína, Bretland, Eystrasaltslönd og Karíbahaf), kennari hjá Áhugahvöt sf. (sem sérhæfir sig í kennslu á áhugahvetjandi samtali) og rithöfundur (bók hans, titluð Háski og hundakjöt, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin [2006]).