Háttarsögn
Útlit
Háttarsögn í íslensku er sagnorð sem gefur til kynna svipaða aðgreiningu og persónuhættir.[1] Í íslensku teljast geta, mega, munu, skulu, vilja, eiga, hljóta, kunna, verða, þurfa, og ætla til háttarsagna.[1] Háttarsagnir hafa tvöfalda merkingu í íslensku; grunnmerkingu og möguleikamerkingu.[1][2] Grunnmerking háttarsagnar þýðir að mælandi segi að frumlagið hafi skyldu, ábyrgð, leyfi eða getu til að gera það sem nafnháttarsetningin segir.[1] Möguleikamerking háttarsagnar þýðir að fullyrðing í nafnháttarsetningu sé hugsanleg, líkleg eða nauðsynleg.[3]
- Hún má heimsækja mig. (grunnmerking)
- Þessi frétt hlýtur að vera rétt. (möguleikamerking)
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Hulda Óladóttir (2011), bls. 6
- ↑ Höskuldur Þráinsson (2005), bls. 418
- ↑ Höskuldur Þráinsson (2005), bls. 473
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Höskuldur Þráinsson (2005), Íslensk tunga III. Setningar: handbók um setningafræði
- Hulda Óladóttir (2011), Notkun viðtengingarháttar í nútímaíslensku