Gústaf Adólf erfðaprins
Gústaf Adólf (Gustaf Adolf Oscar Fredrik Arthur Edmund Bernadotte, 22. apríl 1906 – 26. janúar 1947) var erfðaprins Svíþjóðar og hertogi af Vesturbotni, faðir Karls 16. Gústafs Svíakonungs. Hann fórst í flugslysi við Kastrupflugvöll á heimleið frá Amsterdam; flugvél sem hann var farþegi í steyptist til jarðar í flugtaki og allir sem um borð voru, 22 talsins, létu lífið.
Gústaf Adólf var elsti sonur Gústafs 6. Adólfs og fyrri konu hans, Margrétar. Hann varð aldrei krónprins þar sem afi hans, Gústaf 5., var enn á lífi er hann lést. Kona Gústafs Adólfs erfðaprins var Sibylla af Sachsen-Coburg-Gotha. Þau eignuðust fjórar dætur, Margréti (f. 1934), Birgittu (f. 1937), Désirée (f. 1938) og Kristínu (f. 1943) en einkasonurinn, Karl Gústaf, var aðeins níu mánaða er faðir hans fórst.