Fara í innihald

Gunnlaðar saga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnlaðar saga er skáldsaga eftir Svövu Jakobsdóttur. Bókin kom fyrst út árið 1987. Sagan var tilnefnd til norrænu bókmenntaverðlaunanna árið 1990. Í sögunni er flakkað í sífellu milli frásagnarsviða, forsögulegs tíma og nútíðar en sagan byggir á goðsögur úr Hávamálum sem Svava telur að Snorri Sturluson hafi afbakað. Höfuðpersónar er gyðjan Gunnlöð sem sagt er frá í Hávamálun en hún gætti skáldskaparmjaðar sem Óðinn sóttist eftir og komst yfir með klækjabrögðum.

Sögumaður í Gunnlaðar sögu er miðaldra kona sem er á leið til Íslands frá Kaupmannahöfn í flugvél með dóttur sinni Dís og tveimur gæslumönnum hennar en dóttirin hafði verið tekin föst þá um sumarið fyrir að ræna fornu gullkeri úr Þjóðminjasafni Dana. Móðirin segir sögu dóttur sinnar en dóttirin segist hafa sogast á yfirskilvitlegan hátt gegnum tíma og rúm til að lifa á ný örlög gyðjunnar Gunnlaðar. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Dagný Kristjánsdóttir, Stabat Mater dolorosa, Andvari, 1. Tölublað (01.01.1988) Bls. 99