Fara í innihald

Gunnar Helgi Kristinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnar Helgi Kristinsson (f. 19. mars 1958) er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Gunnar lauk BA námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1981, Mastersnámi frá London School of Economics and Political studies 1982 og Doktorsnámi frá Háskólanum í Essex 1990.[1]

Gunnar hefur skrifað fjölda greina og bóka um íslenska stjórnskipan, stjórnmál og stjórnsýslu fyrir fræðimenn og almenning. Viðfangsefni í rannsóknum Gunnars hafa m.a. verið íbúalýðræði í sveitarfélögum[2], prófkjör stjórnmálaflokka[3] og elítur á Íslandi.[4]

  • Íslenska stjórnkerfið (2006)
  • Hin mörgu andlit lýðræðis: Þátttaka og vald á sveitarstjórnarstiginu (2015)
  • Elítur og vald á Íslandi (2021)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ferilskrá á vef HÍ“ (PDF). Sótt 29. apríl 2024.
  2. Rúnar Pálmason (17. maí 2008). „Rannsaka íbúalýðræði til að minnka líkur á deilum“. Fr. Sótt 29. apríl 2024.
  3. „Prófkjör stuðlað að opnari flokkum“. Fréttablaðið. 30. maí 2012. Sótt 29. apríl 2024.
  4. Björn Þorláksson (5. október 2021). „Elítur og valdakerfi á Íslandi (bókadómur)“. Fréttablaðið. Sótt 29. apríl 2024.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.