Gullfjötrar millistríðsáranna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gullfjötrar Millistríðsáranna er kenning sett fram af Ameríska hagfræðingum og starfandi prófessor við Berkley Háksólann, Barry Eichengreen. Kenningin fjallar um það og útskýrir hvernig Gullfótur (e. Golden standard) er undirstaðan til að skilja kreppuna miklu (e. The great depression). Eichengreen einblýnir á millistríðsárin, beint eftir fyrri heimsstyrjöld að byrjun seinni heimsstyrjaldar en á þeim tíma áttu sér stað góðæri og kreppan mikla.[1]

Höfundur kenningar[breyta | breyta frumkóða]

Höfundur kenningarnar er Barry Eichengreen, fæ­­ddur árið 1952 og er menntaður hagfræðingur og starfandi prófessor við Hagfræði og stjórnmálafræði við Berkley háskólann í Kaliforníu.

Gull var trygging peninga

Eichengreen er með fjölda margar gráður en meðal annars er hann með M.A. gráðu í hagfræði og sögu frá Yale Háskólanum í New Haven, Connecticut í bandaríkjunum og Ph.D. í Hagfræði einnig frá Yale.[2] Eichengreen hefur gefið út fjölda margar greinar og kenningar en þær þekktustu eru meðal annars kenning Eichengreen um hlutverk stofnana í hagvexti eftirstríðsáranna og kenning um gullfjötra millistríðsáranna (Golden Fetters) sem hann gaf út í fromi bókarútgáfu árið 1992 “Golden Fetters: The Gold Standard and the great Depression, 1919-1939”.[3]

Gullfótur (Gold standard)[breyta | breyta frumkóða]

Gullfótur er kerfi sem var í gangi á árunum fyrir stríð og lauk á tímum heimskreppunnar miklu. Gullfótarkerfi virkar þannig að peningar eru bein tengdir við gull. Hver eining af gjaldmiðli er breytanlegt í ákveðið magn af gulli. Með Gullfótarkerfinu eru gjaldmiðlar með fast gengi. Í dag er enginn gjaldmiðill með gullfótarkerfi.[4]

Golden Fetters: The Gold Standard and the Great Depression, 1919-1939[breyta | breyta frumkóða]

Bókin hans Eichengreen “Golden Fetters: The Gold Standard and the great depression, 1919-1939” hlaut miklar vinsældar þar sem Eichengreen setti fram nýjar kenningar á orsökum kreppunnar miklu en áður hafi verið einblínt á.[3]

Árin eftir stríð þegar þjóðirnar voru búnar að ná efnahagslegum stöðugleika einkenndust af góðæðri. Þessu tímabili lauk árið 1929 með upphafi heimskreppunnar miklu en upphaf hennar má marka með hrun kauphallarinnar í New York í október árið 1929.

Eichengreen heldur því fram og rökstyður að Gullfótarkerfið hafi verið eitt af megin ástæðum kreppunnar miklu og hefti stjórnvöld með takmarkandi aðgerðum. Þessar takmarkandi aðgerðir gerðu þjóðum erfitt að koma í veg fyrir bankahrun og er ein af lykil ástæðum fyrir að kreppan náði um allan heim.

Á tímum gullfótar kerfisins var uppi ofsahræðsla við verðbólgu, aðgerðir seðlabankanna kröfðust samvinnu og traust við hinar þjóðirnar sem voru með í gullfótarkerfinu.

Þjóðirnar stóðu frammi fyrir tveim valmöguleikum. Fórna öllum mögulegum aðgerðum til að efla efnahag til að halda í gullfótarkerfið sem var raunin í langan tíma. Hinn möguleikinn var að fórna gullfótarkerfinu í tilgangi þess að þenja út hagkerfin og hafa meiri möguleika á að efla hagkerfið með aðgerðum.

Þjóðirnar sem skulduðu voru þær fyrstu að brjóta gegn reglum gullfótakerfisins með að setja á gjaldeyrishöft og þannig missti gjaldmiðill þeirra breytileika gulls. Næst á eftir til að fórna gullfótarkerfinu var bretland árið 1931 í þeim tilgangi að reyna komast út úr kreppunni og síðar meira árið 1933 hættu bandaríkin að fylgja reglum gullfótarins að hluta til.

Þau lönd sem fórnuðu fyrr gullfótarkerfinu komust fyrr út úr kreppunni miklu sem styður kenninguna sem Eichengreen setur fram.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Barry Eichengreen: GOLDEN FETTERS: THE GOLD STANDARD AND THE GREAT DEPRESSION (Book Review) - ProQuest“. www.proquest.com (enska). Sótt 1. nóvember 2021.
  2. „Barry Eichengreen | Department of Economics“. eml.berkeley.edu. Sótt 1. nóvember 2021.
  3. 3,0 3,1 3,2 Barry Eichengreen. Golden Fetters : The Gold Standard and the Great Depression, 1919-1939.
  4. „What is the Gold Standard?“. Investopedia (enska). Sótt 1. nóvember 2021.