Guinness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guinness er írskt öl af gerðinni stout. Ölið er upphaflega frá bruggverksmiðju Arthur Guiness (1725-1803) við Saint James Gate í Dyflinni. Það er bruggað í 60 löndum og er í sölu í 100 löndum.[1] Árleg sala er uppá 850 milljón lítra.[1]

Helsta einkenni vörunnar er brennda bragðið sem kemur frá ristuðu ómöltuðu byggi, þó þetta sé tiltölulega nýleg þróun frá miðri 20. öldinni. Froða bjórsins kemur frá blöndun bjórsins við köfnunarefni þegar bjórnum er hellt.

Höfuðstövar fyrirtækisins hafa verið í London frá 1932. Það sameinaðist Metropolital plc árið 1977 og er núna hluti breska áfengisframleiðandans Diageo.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Famous Brewer Expands with National Launch of GUINNESS Black Lager“. Connecticut, Ireland: Prnewswire.com. Sótt 19. desember 2011.
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.