Guadalest
Útlit
Guadalest (spænska: El Castell de Guadalest) er fjallaþorp og sveitarfélag í fjalllendi Marina Baixa. Þorpið er í Alícantehéraði á Spáni í Sjálfstjórnarsvæði Valensía.
Guadalest nær yfir 16 km² svæði. Þar búa mjög fáir en staðurinn er afar fjölsóttur ferðamannastaður vegna sögu og náttúrufegurðar. Í Guadalest er máravirki frá 8. öld sem byggt á kletti í 900 m. hæð yfir sjávarmáli. Það er malbikaður vegur til Guadalest en hann liggur í bugðum í fjallshlíðum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Guadalest.