Guðmundur Bjálfason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Bjálfason var ábóti í Þykkvabæjarklaustri seint á 12. öld, annar í röðinni, næstur á eftir Þorláki helga Þórhallssyni. Þorlákur vígði eftirmann sinn árið 1178 og gegndi Guðmundur því starfi til 1197, þegar Jón Loftsson tók við. Ekki er víst hvort Guðmundur dó þá eða lét af embætti.

Guðmundur er í heimildum sagður hafa verið hinn mætasti maður, „góðr maðr ok rjettlátr, mildr ok metnaðarlauss“. Á hans dögum var skáldið Gamli kanúki í Þykkvabæjarklaustri og orti þar helgikvæðið Harmsól og Jóns drápu postula.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Þykkvabæjarklaustur". Sunnudagsblaðið, 15. maí 1966“.
  • „„Þykkvabæjarklaustur (Klaustur í Veri)". Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.