Fara í innihald

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
Fædd21. september 1957
Reykjavík
StörfAðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands, prófessor í félagsfræði

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (f. 1957) er prófessor í félagsfræði og aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands.[1]

Guðbjörg Linda lauk BA prófi í þjóðfélagsfræði og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands árið 1984, MA prófi í félagsfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð árið 1990 og doktorsprófi frá sama háskóla 1995.[1][2] Árin 1994 -2007 var Guðbjörg Linda deildarstjóri fræðsludeildar og síðar fagstjóri á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins þar sem hún sinnti rannsóknum um vinnufyrirkomulag og líðan ýmissa starfshópa. Nú er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði við félagsfræði- mannfræði og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda.[3][4]

Rannsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir Guðbjargar Lindu spanna vítt svið innan félasfræði atvinnulífs og kynja.[5][6][7] Hún hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknaverkefna og er samstarfsaðili Center for Research on Gender in STEMM við Kaliforníuháskólann UC San Diego.

Meðal fyrstu rannsókna Guðbjargar Lindu fjölluðu um kynjaskiptan vinnumarkað og íslenska verkalýðshreyfingu. Doktorsritgerð hennar, Kvinnofack eller integrering som strategi mot underordning - Om kvinnliga fackföreningar på Island, fjallaði um kynjaskiptingu íslensku verkalýðhreyfingarinnar og áhrif hennar á stöðu kvenna á vinnumarkaði.[8] Síðan snérust rannsóknaráherslurnar talsvert um vinnutengda heilsu og líðan. Þar kemur einnig við sögu tengsl vinnufyrirkomulags og tækniþróunar, vinnutengd streita, kulnun, áreitni og einelti.[9] Hin síðari ár hafa rannsóknir sem lúta að stöðu kynjanna í akademíunni og við æðstu stjórnun fyrirtækja og stofnana verið fyrirferðarmiklar, þar á meðal rannsókir á kynjakvótum.[10] Þá hefur hún beint sjónum að samspili fjölskyldu og atvinnulífs, að tímanum sem valdatæki og á hvern hátt upplýsingatæknin og vinna í netheimum kemur þar við sögu. Staða erlends vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði er einnig meðal rannsóknarviðfangsefna Guðbjargar Lindu.[11]

Stjórnun og forysta

[breyta | breyta frumkóða]

Guðbjörg Linda hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands.[12] Sem dæmi má nefna þá var hún fyrst kvenna formaður Norræna félagsfræðingafélagsins[13] og er auk þess heiðursfélagi Félagsfræðingafélag Íslands. Hún hefur verið forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms við Háskóla Íslands frá árinu 2016,[14] verið í Vísindanefnd háskólráðs frá 2014 og formaður þess frá árinu 2015.[15] Hún var deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar 2008-2013 og sat í stjórn og framkvæmdastjórn Félagsvísindastofnunar 2008-2013 og var formaður frá árinu 2009. Hún sat í stjórn Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands árin 2008-2013 og á Háskólaþingi 2008-2013 og frá 2015. Þá var hún formaður siðanefndar Félagsvísindadeildar HÍ frá 2007-2010[12] og er í nefnd um vandaða starfshætti í vísindum[16]

Guðbjörg Linda hefur verið í ritstjórnum Nordic Journal of Working Life Studies og Acta Sociologica. Auk þess hefur hún setið í íslenskum og erlendum fagráðum rannsóknarsjóða. Hún var í stjórn NIKK - Nordiskt institut för kunskap om kön árin 2006- 2009[12] og er í stjórn rannsóknarnetverksins NORDICORE. Það beinir sjónum að stöðu fólks á Íslandi, Noregi og Svíþjóð sem hefur lokið doktorsprófi og starfar innan og utan akademíunnar.[17]

Æska og einkalíf

[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Guðbjargar voru Helena Hálfdanardóttir (1935 – 2014) og Rafn Benediktsson (1935 – 2009). Guðbjörg Linda er gift Stefáni Jóhanni Stefánssyni, stjórnmála- og hagfræðingi. Þau eiga þrjá syni.[2] Þeir eru Dr. Hlynur Orri Stefansson[18], Dr. Arnaldur Smári Stefánsson[19] og Davíð Már Stefánsson MFA.[20]

  1. 1,0 1,1 „Háskóli Íslanda. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Prófessor. Aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði, Félags- og mannvísindadeild“. Sótt 6. júní 2019.
  2. 2,0 2,1 „Mbl.is. (2002, 16. október). Draga þarf úr vinnustreytu“. Sótt 20. september 2019.
  3. Háskóli Íslands. Aðstoðarrektor vísinda. Sótt 6. júní 2019.
  4. Háskóli Íslands. (2016). Aðstoðarrektorar og framkvæmdastjóri stjórnsýslu ráðnir. Sótt 20. september 2019.
  5. ORCID. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Sótt 20. september 2019.
  6. Google Scholar. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Sótt 20. september 2019.
  7. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Ritaskrá. Sótt 20. september 2019.
  8. Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Sótt 20. september 2019.
  9. Vísindavefurinn. (2018). Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað? Sótt 20. september 2019.
  10. Háskóli Íslanda. Kynjakvótar og stjórnun fyrirtækja. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild. Sótt 20. september 2019.
  11. Háskóli Íslands. Dregur tæknin úr kynjaskiptingu á vinnumarkaði? Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild. Sótt 20. september 2019.
  12. 12,0 12,1 12,2 „Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Prófessor. Aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði, Félags- og mannvísindadeild. Ferilskrá“. Sótt 20. september 2019.
  13. Mbl.is. (2000, 15. júní). Ný stjórn félags félagsfræðinga. AÐALFUNDUR Félagsfræðingafélags Íslands var haldinn 2. júní síðastliðinn. Sótt 20. september 2019.
  14. Háskóli Íslands. Miðstöð framhaldsnáms. Forstöðumaður Geymt 20 september 2019 í Wayback Machine. Sótt 20. september 2019.
  15. Háskóli Íslands. Nefndir háskólaráðs. Vísindanefnd. Sótt 20. september 2019.
  16. Kjarninn. (2019, 19 desember). Katrín skipar nefnd um vandaða starfshætti í vísindum. Sótt 16. febrúar 2020.
  17. NORDICORE – Gender balance in academia Geymt 20 september 2019 í Wayback Machine. Sótt 20. september 2019.
  18. H. Orri Stefánsson. Sótt 20. september 2019.
  19. Arnaldur Smári Stefánsson. Sótt 20. september 2019.
  20. IMDb. David Mar Stefansson.