Fara í innihald

Grunnskólinn í Hvergerði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grunnskólinn í Hveragerði er heildstæður grunnskóli með nemendur frá 1.–10. bekk. Skólinn er staðsettur í skólahúsnæði á tveimur hæðum við Skólamörk 6 í Hveragerði. Auk þess eru kennslustofur í þremur byggingum við skólann. Elsti hluti skólahúsnæðisins er frá árinu 1946 árið 1988 var viðbygging við gamla barnaskólann tekin í notkun. Árið 2002 var var bætt við 6 nýjum kennslustofum og var skólinn einsetinn eftir það. Í júlí 2021 var tekin í notkun 2. hluti viðbyggingar með sex kennslustofum ásamt millirýmum og fjölnotarými.[1]

Til ársins 2018 hétu bekkir H-bekkir og Ö-bekkir, eftir Hveragerði og Ölfusi, en við upphaf skólaársins 2018-2019 var því breytt og bera bekkir nú upphafsstafi umsjónarkennara. [2]

Einkunnarorð skólans eru Viska - Virðing - Vonbrigði