Griplur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Griplur eru stuttir, greinóttir þræðir, sem eru móttökutæki taugafrumu. Þær ganga út úr taugabolnum. Hver taugafruma hefur nokkrar griplur, öðrum megin á frumunni. Hinum megin gengur einn taugasími út úr frumubolnum og er hann mun lengri en griplurnar (allt að nokkrir tugir sentimetra að lengd). Griplur taka á móti boðum frá öðrum taugafrumum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.