Greiðslutími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greiðslutími er sá tími sem skuldari innir af hendi, eða átti að inna af hendi, greiðslu sína til kröfuhafa eða einhvers sem hefur heimild til að taka við greiðslunni fyrir hans hönd.

Meginreglan er „hönd selur hendi“, þ.e. að bæði seljandinn og kaupandinn inni samtímis af hendi sína greiðslu til hins. Sé greiðslutíminn ekki lögákveðinn geta aðilar samið um hann þannig að annar aðilinn greiðir hinum síðar eða fyrr, svo sem í tilviki kröfu um fyrirframgreiðslu eða sendingarkaupa.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.