Grand Theft Auto V

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Grand Theft Auto V er tölvuleikur í Grand Theft Auto seríunni. Leikurinn var gefinn út þann 17. september 2013 fyrir PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélarnar af fyrirtækinu Rockstar Games.
Grand Theft Auto V þénaði 1 milljarð dollara á innan við þremur dögum og sló þar af leiðandi mörg met.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Grand Theft Auto V er þriðju persónu skotleikur sem gerist í opnu umhverfi Los Santos borgar (gerð eftir Los Angeles).
Leikurinn fjallar um þrjár höfuðpersónur, þá Franklin, Michael og Trevor. Allir eiga þeir sameiginlegt að þeir eru gjarnir á að fremja glæpi eins og áður þekkist úr leikjaseríunni.
Það tekur um það bil 60 klukkutíma að klára söguþráðinn í einspilun en þann 1. október 2013 opnuðu Rockstar Games fyrir netspilun í leiknum.