Golliwog

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gollywogg)
Mynd úr fyrstu bókinni með Golliwogg The Adventures of Two Dutch Dolls and a Golliwogg frá 1895
Auglýsing frá um 1940 af uppstillingu sem sýnir móður lesa fyrir ungabarn. Á kommóðu í bakgrunni er stillt upp tuskubrúðu og bangsa.

Golliwogg eða Golliwog er upprunalega nafn á sögupersónu í ritröð barnabóka eftir bandaríska barnabókahöfundinn og teiknarann Florence Kate Upton (1873-1922). Fyrsta bókin í ritröðinni var The Adventures of Two Dutch Dolls And A Golliwogg en sú bók kom út árið 1895. Upton byggði söguhetjuna Golliwogg á tuskudúkku sem var með ýktum einkennum og steríótýpum þess tíma á fólki af afríkuuppruna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Greinin Gollywogg í ensku wikipedíu, sótt 7. febrúar 2019.