Golfklúbburinn Mostri
Jump to navigation
Jump to search
Golfklúbburinn Mostri er golfklúbbur í Stykkishólmi. Hann var stofnaður 13. nóvember 1984. Völlur félagsins heitir Víkurvöllur. Félagið stafrækir golf- og körfuboltadeild.
Virkar deildir Golfklúbbsins Mostra | ||
---|---|---|
![]() Golf |
![]() Körfubolti |
Golfdeild[breyta | breyta frumkóða]
1988 var klúbbnum úthlutað landsvæði í miðri byggð Stykkishólms.[1] 2000 keypti klúbburinn kennsluhúsnæði af Fjölbrautarskóla Vesturlands[2] og breytti í klúbbhús. Skálinn var vígður 2001.
Körfuknattleiksdeild[breyta | breyta frumkóða]
2012 lenti lið körfuknattleiksdeildar Mostra í efsta sæti A-riðils 2. deildar karla.[3] Félagið leikur sína heimaleiki í Fjárhúsinu, Stykkishólmi. Heimabúningur þeirra er bleik og svört skyrta með svörtum og bleikum stuttbuxum. Þjálfari liðsins er Gunnlaugur Smárasson.[4]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Aðalskipulag til 2005 staðfest
- ↑ Mostri færnýtt húsnæði
- ↑ 2. deild karla Geymt 2012-03-08 í Wayback Machine Körfuknattleiksamband Íslands
- ↑ „Félagatal - Körfuknattleiksdeild Mostra“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2013-10-07. Sótt 18. mars 2012.