Golden Gate

Golden Gate, horft í suðurátt að San Francisco. San Francisco-flói er til vinstri og Kyrrahafið til hægri.
Golden Gate (á íslensku Gullna hliðið) er sund í Bandaríkjunum á milli San Francisco-flóa og Kyrrahafs. Golden Gate-brúin hefur brúað sundið frá árinu 1937. Sundið er þekkt fyrir dýpt sína og kröftuga hafstrauma frá Kyrrahafinu.