Glenn W. Most

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Glenn Most)

Glenn Warren Most (fæddur 1952) er bandarískur fornfræðingur.

Most hóf nám í fornfræði við Harvard-háskóla árið 1968 og brautskráðist þaðan með B.A.-gráðu í fornfræði Classics árið 1972. Hann hlaut M.A.-gráðu frá Corpus Christi College í Oxford-háskóla á Englandi árið 1973 og M.Phil.-gráðu í almennri bókmenntafræði frá Yale-háskóla í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1978. Tveimur árum síðar hlaut hann doktorsgráðu fyrir ritgerðina |„The Bait of Falsehood: Studies in the Rhetorical Strategy of Poetic Truth in the Romantic Period“. Leiðbeinandi Most í doktorsverkefninu var Paul de Man. Á sama tíma, eða frá 1976 til 1978, nam Most fornfræði við Philologisches Seminar í Háskólinn í Tübingen í Þýskalandi og hlaut D.Phil.-gráðu fyrir ritgerð sína „Pindar's Truth: Unity and Occasionality in the Epinician Ode“. Leiðbeinandi Most í Tübingen var Richard Kannicht.

Árið 1980 var Most skipaður Andrew W. Mellon Assistant Professor í fornfræði við Princeton-háskóla og gegndi þeirri stöðu til ársins 1985. Næsta ár kenndi hann við Università degli Studi di Siena og var síðan gistiprófessor við Michigan-háskóla. Árið 1987 flutti hann sig yfir til Universität Innsbruck, þar sem hann kenndi klassíska textafræði og fornfræði. Árið 1991 varð Most prófessor í forngrísku og forngrískum bókmenntum við Ruprecht-Karls-Universität Heidelberg, þar sem hann kenndi til ársins 2001. Árið 1994 varð Most fyrstur fornfræðinga til að hljóta verðlaunin Leibniz-Preis frá Deutsche Forschungsgemeinschaft. Frá 2001 hefur hann kennt forngrísku við Scuola Normale í Pisa.

Most fæst við bókmenntir og heimspeki Forngrikkja og Rómverja, aðferðafræði og arfleifð klassískra fræða. Hann fæst ekki síst við tengsl nútímans og klassíska heimsins.